Skilmálar

SKILMÁLAR TWILL EHF.

Almennt

Aðgangur og notkun að netverslun twill.is er háð eftirfarandi skilmálum. Ef þú pantar vörur á twill.is samþykkir þú þar með þessa skilmála.

Vinsamlegast lestu skilmálana vel en þeir innihalda mikilvægar upplýsingar og því borgar sig að lesa þá vandlega. Ef spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við Twill ehf. í síma 783-4400 eða sendið okkur póst á twill@twill.is

Vefsíða twill.is er í eigu og rekin af Twill ehf. Kennitala fyrirtækisins er 411203-3870, aðsetur er að Trönuhraun 3, 220 Hafnarfirði. VSK númer fyrirtækisins er 81171.

Twill ehf. áskilur sér rétt til breytinga á vefsíðu twill.is ásamt skilmálum án þess að auglýsa eða tilkynna það sérstaklega. Skilmálar sem fram koma þegar pöntun er gerð er ráðandi og gild. Skilmálarnir skulu að öllu leyti vera í samræmi við landslög Íslands og teljast góðir viðskiptahættir.

SKILMÁLAR VARÐANDI KAUP

Twill.is samþykkir pantanir sem gerðar eru af vefsíðu fyrirtækisins.   Einnig samþykkir því móttöku á pöntunum sem berast tölvupóst eða með öðrum rafrænum miðli.  Ekki er hægt að taka á móti pöntunum í síma en fyrirspurnum er svarað símleiðis ef svo ber undir. 

Vörur sem eru settar eru í innkaupakörfuna teljast ekki fráteknar fyrr en pöntunin hefur verið staðfest af kaupanda með pöntunarstaðfestingu sem sendist á netfang twill.is.

Uppgefin verð á heimasíðu twill.is eru í íslenskum krónum (ISK)  og eru með vsk.  Verð getur breyst og tilboð má afturkalla hvenær sem er.

Uppgefið verð við pöntun  gildir um allt kaupferlið.  Verð vöru felur ekki í sér sendingarkostnað

Twill.is áskilur sér rétt til að hætta við móttekna pöntun ef upp kemur tilvik vegna rangrar lagerstöðu.

AFGREIÐSLUFRESTUR

Þegar pöntun hefur verið staðfest af kaupanda mun twill.is staðfesta pöntun á uppgefið póstfang kaupanda. Afhending og afgreiðsla á pöntunum er innan 2ja virkra daga eftir að pöntun er staðfest. 

Pantanir eru afgreiddar/sendar í gegn Íslandspósts.  Í einhverjum tilfellum má semja um annað afhendingarferli.  Um Íslandspóst gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar um afhendingu sendinga og ber því Twill ehf. ekki ábyrgð á vörusendingu eftir að hún hefur verið afhent Íslandspóst.

GREIÐSLUMÁTI

Twill.is vefverslun samþykkir eftirfarandi greiðslumáta:

Debet-/kreditkort

Þegar greiðsla er framkvæmd með kredit- eða debetkorti er greiðslan skuldfærð þegar heimild er veitt.

Millifærsla

Greiðslu má einnig framkvæma með millifærslu á reikn. Twill ehf. 

Banki: 115-26-338, kt. 411203-3870.

Þegar greiðsla hefur verið innt af hendi og staðfesting verið send á netfangið twill@twill.is verður staðfestingarpóstur sendur kaupanda.

SKILARÉTTUR
Twill.is býður upp á 30 daga skilarétt að því tilskyldu að varan sé í upprunalegu ástandi.  Vörum sem auglýstar eru á sérstöku tilboðsverði fæst hvorki skipt né skilað. 

Hvernig á að skila vöru

Þú getur hætt við pöntunina með því að senda tölvupósti á twill@twill.is eða með skilaboðum á Facebook síðu Twill.  Einnig má hafa beint samband símleiðis í síma 783-4400. 

Vöru sem er skilað skal senda með Póstinum ef mögulegt er eða í samráði við Twill ehf. Kaupandi er ábyrgur fyrir greiðslu kostnaðar við endursendingu nema vörunni sé skilað vegna galla.

Endurgreiðslur

Hætti kaupandi við pöntun fær hann skv. þessum skilmálum vöruna að fullu endurgreidda á því verði sem hann greiddi fyrir hana að undanskildum sendingarkostnaði.  Twill ehf. er ekki skyld að endurgreiða flutningskostnað af vörum vegna skila og/eða endursendar.  Endurgreiðsla mun fara fram ekki síðar en 7 dögum eftir móttöku hins skilaða.

 Skil vegna galla

Ef vara reynist skemmd eða gölluð mun Twill ehf. ráða bót á gallanum án endurgjalds með því að afgreiða vöruna ef mögulegt er með nýrri án aukakostnaðar fyrir kaupanda eða endurgreiða vöruna ásamt sendingarkostnaði innan 7 daga frá móttöku endursendrar vöru.

Ef upp kemur tilfelli um gallaða vöru eða ranga afhendingu skal kaupandi þegar í stað hafa samband við twill.is í síma 783-4400 eða með tölvupóst á twill@twill.is

Öryggisskilmálar/trúnaður


Twill ehf. heitir fullum trúnaði við kaupenda um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila. Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.